Stjórnmál Vigdís Hauksdóttir blandar sér í átök Bjarna Benediktssonar og Gylfa Arnbjörnssonar.
Hún skrifar á Facebook:
„- forseti ASÍ er í Samfylkingarpólitík – hvar var þessi maður í tíð síðustu ríkisstjórnar? – af tæplega 120.000 umbjóðendum sem borga félagsgjöld í verkalýðsfélög sem eru undir ASÍ – þá er stór meirihluti þeirra stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar – enda var farið í skuldaniðurfellingu á stökkbreyttum lánum sem Gylfi og co barðist á móti – og gleymið ekki að Gylfi og forysta ASÍ lagði allt kapp á að Icesave I yrði samþykktur!!! Hvað vill þessi karl upp á dekk – enda sendir fjármálaráðherra honum tóninn …“