- Advertisement -

Bjarni, ofanflóðasjóður og kökubakstur

Þorsetinn Sæmundsson.

„Ég bara ítreka það sem ég sagði áður, að þetta eru í raun og veru bókhaldstærðir og útreikningar í ríkisfjármálum, hvar peningarnir liggja,“ sagði fjármálaráðherrann, Bjarni Benediktsson, þegar hann talaði um stöðu ofanflóðasjóðs á Alþingi.

Miklir peningar eru eyrnamerktir sjóðnum. Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki vakti athygli á að þeim peningum hafi verið varið í annað.

„Þetta er eins og við ættum 100 tonn af sykri og segðum að við værum í stanslausum skorti, værum að baka svo mikið af kökum að við værum í stanslausum skorti. Við þyrftum að taka að láni sykur frá útlöndum til að halda áfram að baka. Þá segja menn: Ja, það er sykur þarna í hornunum sem dugar í kökuna sem ég ætla að láta gera að þessu sinni. Þetta reikningsdæmi gengur ekki upp,“ sagði Bjarni hélt áfram:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ríkissjóður er í 320 milljarða halla. Þá segja menn: Það er nóg til af peningum af því að við erum búin að eyrnamerkja þá einhverju verkefni. Það var gert hérna áður fyrr. Eins og ég rakti áðan: Frá 1997 var þessum fjármunum ekki skilað. Já. Þessu höfum við breytt. Við ætlum að fullu að skila þessum tekjum í þennan markaða tilgang. En þegar spurt er hvort við munum, uppsafnað með vöxtum, skila öllu frá 1997 þá höfum við ekki markað þá stefnu í þessari stjórn. Við erum hins vegar með raunhæfa framkvæmdaáætlun.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: