- Advertisement -

Samherji spillir orðspori Noregs

Ísland er spilltasta ríki Norðurlandanna og er á leiðinni niður spillingarlistann.

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Eitt af helstu markmiðum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur var að efla traust almennings á stjórnkerfinu, ef mark má taka af stjórnarsáttmála ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Það er deginum ljósara að það markimið ríkisstjórnarinnar hefur algerlega farið í hundana. Ísland er spilltasta ríki Norðurlandanna og er miklu frekar á leiðinni niður spillingarlistan, en að hlutir séu að færast til betri vegar. Það er nánast óþægilegt að hlusta á formann Sjálfstæðisflokksins tala um að þau mál sem hafa dregið landið niður í matinu, séu léttvæg. Það eru þá mál á borð við; aflandsviðskipti hans sjálfs, einkavinavæðing Borgunar, Samherjamálið og að sendill Samherja gegni enn stöðu sjávarútvegsráðherra.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Samherjamálið er ekki léttvægara en svo að mati Tran­­spareny International, en að lítill angi þess þ.e. peningaþvættið sem fór fram í norskum banka, varpar dökkum skugga norskt viðskiptalíf.

Það er nefnilega ekkert öðru vísi en svo, að íslenska “léttvæga mútumálið”, er að draga Norðmenn niður á alþjóðlegum spillingarlista TI.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: