- Advertisement -

Jólafrí þingsins á enda – bankasalan á dagskrá – ríkið ber ábyrgð á bönkunum

Fyrsti starfsdagur Alþingis, að loknu maraþonjólafríi, verður á morgun. Þá verður bankasalan á dagskrá. Nefndir komu reyndar saman í síðustu viku.

„Við í efnahags- og viðskiptanefnd þingsins höfum fundað stíft undanfarið til að undirbúa umsögn um áformin um bankasöluna. Minn góði félagi og öflugi þingmaður Ágúst Ólafur Ágústsson hefur borið hitann og þungann í fjárlaganefndinni. Umsögnum nefndanna á að skila 20. janúar. Umræða í þinginu verður á mánudaginn,“ skrifaði Oddný Harðardóttur Samfylkingu.

„Eitt sem er mikilvægt að almenningur viti. Það er ekki búið að ákveða hvað á að selja stóran hlut í bankanum. Talan 25% hefur verið nefnd en það er bara vegna þess að það er lágmarkið sem Kauphöllin setur. Það ekkert hámark gefið og reyndar er ólíklegt annað en að fjárfestar sem vilja kaupa stóran hlut og hafa áhrif á starfsemina vilji í það minnsta 51%. En alla vega – það er ekki búið að ákveða hve stóran hlut á að selja. Bara lágmarkið!“

Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur hefur sagt:

„Haldið er fram að áhætta ríkissjóðs af því að eiga banka sé svo mikil að það sé mikilvægt að selja þá. Allir vita að ríkið ber áhættuna hvort sem er og situr uppi með hana, síðast í hruninu. Ríkið á að eiga 40% til frambúðar. Sjóðir almennings nóg til að meirihlutinn sé á valdi samfélagsins, ekki fjárfesta sem vilja hafa ítök til að notfæra sér.

Mikilvægast er að skrípaleikurinn með „kjölfestufjárfesta“ verði ekki endurtekinn. Í þvi felst gjöfin, að réttlæta „mjúkt“ verð með því að þörf sé fyrir þá. Svo er ekki. Hugmyndin er að forréttindafólk fái að kaupa og selji svo síðar til lífeyrissjóða á hærra verði, með gróða. Sjóðirnir yrðu féflettir með eignatilfærslu frá þeim. Ef bréfunum yrði þess í stað skipt beint á lífeyrissjóði almennings í hlutfalli við stærð þeirra mundi verðið hætta að skipta máli, þetta yrði bara tilfærsla úr einum vasa almennings í annan.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: