- Advertisement -

Ólafur Ragnar verður að segja hug sinn

Pawel Bartoszek var gestur á Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Hann hefur áhyggjur af þróuninni í Úkraínu og öðru í þeim heimshluta. „Að hægt sé að tuttugustu og fyrtu öldinni, labbað með herlið inn í héraðs annars ríkis, haldið þar sýndaratkvæðagreiðslu, innlimað héraðið tveimur dögum eftir að henni lauk, og mætt jafnvel skilning á því sem var gert hjá ákveðnum hópum á vesturlöndum.“

Ertu hræddur við þetta?

„Já. Það er erfitt að vera það ekki. Ég neita ekki, að það spilar inn í, að ég er frá Póllandi. Ég fer um páskana í áttræðisafmæli ömmu minnar. Ef við skoðum þann tíma sem hún hefur lifað. Hún er sjö ára þegar nasistarnir komu, svo komu kommónistarnir og voru við völd í fjörutíu ár og sá tími sem á eftir kom, þegar landið var frjálst virkar einsog viðbrigði. Ég vil ekki vera mjög svartsýnn, en þegar horft er á það sem nú er gerast, og alltaf hraðar og hraðar, þá fer maður að óttast að það versta gæti gerst. Að röð atburða gæti orðið til þess að þetta svæði, sem ég hélt að væri komið í var, verði peð á borði einhverra.“

Gunnar Bragi Sveinsson utanríksiráðherra fór til Úkraínu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Hann óx við það. Ég og Gunnar Bragi erum ósammála í Evrópumálum, en það er tími til að láta af því að hann sé maður sem kunni ekki á lyftu þegar hann fer inn í hana. Hann tók frumkvæði. Það neyðir enginn utanríkisráðherra Íslands til að fara í heimsókn til Úkraínu. Hann var þar í nokkra daga, talaði bæði við stjórn og stjórnarandstöðu og sýndi þar með Úkraínu stuðning, bæði móralskan og pólitískan, á tímum sem landið þurfti á því að halda,“ sagði Pawel.

Pawel, þú gagnrýnir forseta Íslands nokkuð harkalega.

„Já. Ekki bara ummælin hans á einhverjum litlum fundi hjá Norðurskautsráðinu. Ég vil setja þau í samhengi við annað. Hann fór líka til Sochi, en íslenskur forseti hefur ekki áður farið á opnunarhátíð vetrarólympíuleika svo ég viti, var á myndum með Pútín og sagðist ekki hafa rætt mannréttindamál við hann, það væri ekki rétti vettvangurinn. Og nú er Norðurskautsráðið það ekki heldur. Forsetinn Íslands hefur aldrei sagt neitt sem má túlka sem gagnrýni á framferði Rússa. Það er litið til þess sem forsetinn segir, ekki síður en það sem forsætisráðherra segir, það er sem rödd okkar. Telji forseti Ísland að þetta hafi ekki verið réttur vettvangur þarf hann að skýra út hvers vegna:“

Má skilja þig þannig að þér þyki forsetinn þurfa að segja sína skoðun á þessum málum?

„Já, alveg klárlega.“

sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: