- Advertisement -

Þrælakistan Ísland

Gunnar Smári skrifar:

Fólk sem flytur til Norðurlandanna verður gáttað á hvað lífið er þar léttara, hvað samfélögin eru miklu fremur aðlöguð að þörfum venjulegs fólks. Þegar það horfir aftur og upp til Íslands undrar það sig á hvurslags þrælakista þetta land er, að öll grunnkerfi samfélagsins séu hönnuð til að ná sem mestu af fólki. Ástæðan á þessum mun er að sósíalisminn hafði mikil áhrif á Norðurlöndunum á síðustu öld en of lítil hér heima. Þetta er sorgleg staðreynd.

Fasískt erindi Sjálfstæðisflokksins um þjóðernisrembing og höfnun stéttamunar hafði mikil skaðleg áhrif á þróun íslensks samfélags. En skaðinn er ekki varanlegur. Við getum snúið við og ákveðið að byggja upp samfélag út frá þörfum og væntingum almennings. Munurinn á þessum samfélög er ekki vegna þess að Íslendingar séu verra fólk, þeir tóku bara verri pólitískar ákvarðanir. Það má laga 25. september 2021. Kjósum sósíalismann. Ísland á það skilið.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: