- Advertisement -

Ríkisstjórnin er keyrð áfram á gömlu stýrikerfi sem kallast nýfrjálshyggja

…aðeins tímaspursmál hvenær blaðran springur. Þá munu hin ríku gráta og ríkisstjórnin hlaupa til og hugga þau með fjárgjöfum.

Gunnar Smári skrifar:

Fáránleiki efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar birtist í uppblásnu eignaverði á krepputímum þegar þúsundir hafa misst vinnuna og grafist niður í djúpa fátækt. Ríkið hefir prentað nýtt fé og dælt því til hinna efnameiri sem nota það til að kaupa gamlar eignir, ekki til að búa til ný störf eða auka neyslu sem örvar hagkerfið. Hvernig stendur á þessu?

Ríkisstjórnin er keyrð áfram á gömlu stýrikerfi sem kallast nýfrjálshyggja, stýrikerfi sem öllum ætti að vera orðið ljóst er ekki bara heimskulegt heldur stórhættulegt; magnar ójöfnuð, færir fé linnulaust frá þeim sem lítið sem ekkert eiga til þeirra sem mikið eiga.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ríkisstjórnin skilur þetta ekki. Hún er eins og Trump, heldur að eignabóla á hlutabréfamörkuðum sé merki þess að allt sé í lagi; ef að hin allra ríkustu séu kát þá sé ekkert að óttast. Hlutabréfamarkaður á Íslandi og fasteignamarkaðurinn eru í bóluástandi. Þar er virði eigna blásin upp, aðeins tímaspursmál hvenær blaðran springur. Þá munu hin ríku gráta og ríkisstjórnin hlaupa til og hugga þau með fjárgjöfum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: