- Advertisement -

Hörmungar jólagjöf í boði Hafró!

Tölulegar staðreyndirnar tala sínu máli um núverandi kvótakerfi.

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Nú hefur Hafró birt niðurstöður haustrallsins og eru þær helstar að þorskstofninn mælist minni þriðja árið í röð og virðist stofninn vera á svipuðu róli og áður en aflareglu var breytt árið 2007.

Það ætti að gefa til eftirfarandi:

Þú gætir haft áhuga á þessum
  • 1. Veiðistjórnunin á Íslandsmiðum er ekki að ganga upp. Ef skýrsla Hafró frá árinu 2017 er lesin, þá er spáð þar fyrir um stækkun stofnsins, en ekki hrun. Ef aðferðin sem unnið er með hefur ekkert forspárgildi, þá er réttmætt að efast stórlega um gildi aðferðarinnar. Það er því nauðsynlegt að hleypa að málefnalegri líffræðilegri gagnrýni á þá reiknisfiskifræði stjórnvalda.
  • 2. Þorskstofninn sveiflast verulega óháð veiðum, en þrátt fyrir verulega lækkað veiðihlutfall á síðustu árum, þá hrynur stofninn.
  • 3. Hafró skýrir minnkaðan þorskstofn til minni nýliðunar þ.e. 3 ára fisks sem er að koma inn í veiðina á síðustu árum. Sú skýring er sett fram þrátt fyrir hrygningarstofn þorsk hafi mælst stærri um árabil. Það ætti að gefa til kynna að sú aðferð sem unnið er með að tryggja nýliðun með smáfiskafriðun og stórum hrygningarstofni, er ekki að ganga upp.

Tölulegar staðreyndirnar tala sínu máli um að núverandi kvótakerfi sem byggir reiknisfiskifræðilegri ráðgjöf sem sett hefur verið saman m.a. af hagfræðingum svo undarlegt sem það nú er, er alls ekki að ganga upp. Þorskaflinn er um helmingurinn af því sem hann var fyrir daga kvótakerfisins.

Það ættu allir að sjá þessar hörmungar sem eru að vinna í eða tengdir greininni. Hagsmunaaðilar og stjórnmálamenn auk álitsgjafa á þeirra vegum kjósa hins vegar enn að setja kíkinn fyrir blinda augað. Ástæðan virðist vera að þeir séu smeykir við að hreyfa við kerfi sem tryggir nokkrum aðilum einokun að auðlindinni.

Það sorglega við þetta ástand aukið frelsi til veiða myndi ekki þurfa að leiða til þess að núverandi kvótaþegar yrðu fyrir tjóni á nokkurn hátt.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: