- Advertisement -

Vill setja Aldísi af sem formann SÍS

Sig­urður Ingi ráðherra er vel að sér og veit að laga­lega stend­ur frum­varp hans á brauðfót­um.“

Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri á Súðavík, skrifar Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði og formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, netta ádrepu í Mogganum í dag. Tilefnið er fyrirhuguð lögþvingun sameining sveitarfélaga.

„Vegna fram­komu þinn­ar og trúnaðarbrests í garð aðild­ar­fé­laga í SÍS myndi ég, hefði ég til þess nokk­urt vald, setja þig af sem formann ef þess væri nokk­ur kost­ur. Þó ekki væri nema vegna þess að þú sýn­ir með fram­komu þinni hroka í garð okk­ar, full­trúa þeirra sveit­ar­fé­laga sem ekki passa í ramm­ann þinn. Um er að ræða stór­an hluta þeirra aðild­ar­sveit­ar­fé­laga sem standa að SÍS,“ skrifar Bragi Þór.

Sig­urður Ingi ráðherra er vel að sér og veit að laga­lega stend­ur frum­varp hans á brauðfót­um,“ skrifar Bragi.

„…það veld­ur sundrungu í sam­fé­lag­inu, milli sveit­ar­fé­laga og inn­an þeirra.“

Braga þykir Aldís ekki sinna málstað þeirra sveitarfélaga sem lögin beinast gegn:

„Þú gleym­ir því að þú átt að vera sam­kvæmt hlut­verk­inu talsmaður allra sveit­ar­fé­laga en ekki bara þeirra sem þú kýst að fylgja að mál­um. Þú átt ekki hlut­verk í þeirri hrap­al­legu veg­ferð sem ráðherra mála­flokks­ins vel­ur að fara, þ.e. boða til átaka við yfir 20 sveit­ar­fé­lög á land­inu frá og með 2022 og svo koll af kolli. Þetta veld­ur bæði sundrungu inn­an SÍS og það veld­ur sundrungu í sam­fé­lag­inu, milli sveit­ar­fé­laga og inn­an þeirra.“

Bragi Þór, sem er löglærður, skrifar: „Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga er ekki bært að lög­um til þess að ákv­arða ör­lög ein­stakra sveit­ar­fé­laga og á að halda sig til hlés um það að ákv­arða nokkuð það sem fer gegn hags­mun­um þess.“

Hann endar skrif sín svona:

„Og trúðu mér, ég tala ekki bara fyr­ir eig­in skoðun eða Súðavík­ur­hrepps, en ég bara get ekki staðið hjá og látið sem þetta sé allt í lagi og halda að það lag­ist ef það er ekki rætt. Biðst vel­v­irðing­ar á því hvernig þetta er orðað, en það er víst lítið hlustað þegar orðin eru sett í bóm­ull.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: