- Advertisement -

Íslenskir ríkisborgarar hafi alltaf kosningarétt

Annaðhvort ertu íslenskur ríkisborgari sem hefur einhvern tímann átt lögheimili á Íslandi eða ekki.

Þetta er mikilvægur réttur.

„Það sem mér finnst mikilvægast við þetta mál og það sem mér finnst eitt það mikilvægasta við það að hafa íslenskan ríkisborgararétt er að ég hef kosningarrétt á Íslandi. Og á meðan ég ákveð að gerast ekki ríkisborgari annars ríkis og láta frá mér íslenskan ríkisborgararétt er það mín bjargfasta trú að ég eigi að hafa kosningarétt á Íslandi, hafi ég nokkurn tímann búið hér og haft einhverjar skoðanir á því hvernig hlutirnir eiga að vera hérna,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírata, þegar hún talaði um frumvarp Pírata um breytingar á lögum kosningarétt.

„Mér finnst þetta bara vera einstaklingsbundinn lýðræðislegur réttur sem við eigum ekki að takmarka með þeim hætti sem við höfum verið að gera. Við eigum ekki að vera að flækja svona mikið fyrir fólki að sækja þennan rétt. Við ættum auðvitað að gera það miklu auðveldara fyrir fólk sem býr erlendis að kjósa heldur en við gerum. Ég minnist þess að á mínum námsárum þurfti ég að ferðast nokkra klukkutíma með lest, í miðri prófatörn, að sækja umslag sem ég þurfti svo sjálf að koma í póst og allt var þetta mikið umstang og tók mikinn tíma sem ég hafði ekki á þeim tíma yfir að ráða. En þetta er samt mikilvægur réttur sem við viljum auðvitað hvetja fólk til að nýta,“ sagði Þórhildur Sunna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

…hvernig landinu eigi að vera stjórnað.

„Með þessari litlu breytingu sem lögð er til í frumvarpinu leggur þingflokkur Pírata til að þetta verði auðveldað og að við hættum þessum endalausu endurtekningum á umsókn um að komast á kjörskrá. Annaðhvort ertu íslenskur ríkisborgari sem hefur einhvern tímann átt lögheimili á Íslandi eða ekki og ef þú ert það, ættir þú að hafa kosningarrétt á Íslandi, svo lengi sem þú ákveður að ánafna ekki þínum ríkisborgararétti öðru þjóðríki. Við þekkjum eflaust og ég þekki sjálf ótal dæmi um Íslendinga sem hafa búið í mörg ár erlendis en ala samt upp íslensk börn, fylgjast með öllu sem gerist heima á Íslandi, kalla Ísland heimili sitt og fylgjast vel með, og líta til þess sem hér er að gerast, þeim þykir vænt um landið sitt og vilja taka þátt í að ákveða hvernig fari fyrir því, vilja að börnin sín geti búið hér og vilja taka þátt í að skapa framtíð fyrir þau og hefur einhverja skoðun á því hvernig landinu eigi að vera stjórnað. Mögulega eru einhverjar ástæður fyrir því að þau ákváðu að flytja eitthvert annað og það hefur kannski meira að segja eitthvað með það hvernig landinu er stjórnað að gera, a.m.k. stundum.“

Síðan sagði Þórhildur Sunna: „Ég vildi bara mæla eindregið með þessu frumvarpi. Það hlýtur að vera talsmönnum rafrænnar stjórnsýslu og sparnaðar í opinberum rekstri mikið fagnaðarefni, og sömuleiðis auðvitað lýðræðissinnum sem ég vona að við séum öll á Alþingi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: