- Advertisement -

Var afnumið umræðu- og umhugsunarlítið

…gera margir stjórnmálamenn út á upplýsingaskort almennings og kynda undir óánægju og reiði.

Ragnar Önundarson skrifar:

Vaxtarstig er hærra þar sem hagvöxtur er mikill. Samkeppnin um fjármagn til arðbærra framkvæmda hækkar vextina. Ísland hefur skorið sig úr áratugum saman vegna mikils hagvaxtar. Vextirnir sem lántakar greiða skila sér til sparifjáreigenda (reyndar fyrir milligöngu stofnana sem kostar sitt og mikilvægt er að lágmarka, en það er önnur umræða). Vegna sjóðsöfnunar íslenska lífeyriskerfisins er það að nokkru leyti sama fólkið sem borgar háu vextina og fær þá aftur í formi lífeyrisréttinda. Athuga þarf þó að 20% sparifjáreigenda eiga 80% fjárins. Þetta þýðir að háir vextir hafa svonefnda eignatilfærslu í för með sér. Fé er fært frá ungum fjölskyldum til eldra efnafólks.

Áður var lagður eignarskattur á hina efnuðu og á sama tíma voru vextir af húsnæðislánum frádráttarbærir. Þetta vann gegn eignatilfærslunni. Þetta var afnumið umræðu- og umhugsunarlítið. Fylgt var þróun í lágvaxta- og lághagvaxtarlöndum, umhugsunarlaust. Á sama tíma og stjórnvöld eru á þessu „plani“ gera margir stjórnmálamenn út á upplýsingaskort almennings og kynda undir óánægju og reiði. Popúlismi kallast það. Þetta er vandamál sem fólk ætti að ræða.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: