- Advertisement -

Eitt prósent vill einungis einkarekna heilbrigðisþjónustu

Mannlíf Í nýrri könnun Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við hjúkrunardeild Háskóla Íslands, sem framkvæmd var af Félagsvísindastofnun og fjallar um heilsu og lífshætti Íslendinga sem framkvæmd var af Félagsvísindastofnun og fjallar um heilsu og lífshætti Íslendinga kemur fram að útgjöld til heilbrigðismála á Íslandi sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hafa lækkað á undanförnum árum sem og raunútgjöld á mann.

Samkvæmt sömu könnun telur jafnframt yfirgnæfandi meirihluti (81,1%) að hið opinbera ætti fyrst og fremst að reka heilbrigðis- þjónustuna. Í öllum hópum og undirhópum samfélagsins var meirihluti fyrir opinberum rekstri heilbrigðisþjónustunnar. Aðeins um 1% svarenda taldi að einkaaðilar ættu fyrst og fremst að sjá um rekstur heilbrigðisþjónustunnar. Þegar afstaða til reksturs heilbrigðisþjónustunnar er skoðaður á milli ára sést að stuðningur við félagslega rekið kerfi hefur aukist á milli ára.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: