Út í hvaða forarpytt fjórflokkurinn hefur teymt samfélagi.
Þór Saari skrifar:
Fínt að byrja vikuna á þessum frábæra pistli Sólveigar Önnu formanns Eflingar. Ný forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur áttað sig á hvernig kapítalisminn hefur farið með samfélagið og lagt undir sig stjórnvöld og regluverk með þeim afleiðingum að mannslíf eru bara talin eðlileg skiptimynt gróðahyggjunnar. Allur almenningur þarf að leggja við hlustir og velta því alvarlega fyrir sér út í hvaða forarpytt Fjórflokkurinn, í boði nýfrjálshyggjunnar, hefur teymt samfélagið:
„Grotnandi innviðir eru óumflýjanlegur fylgifiskur þeirrar hugmyndafræði sem fengið hefur að tröllríða samfélagi okkar, nýfrjálshyggjunnar. Þeir eru ekki látnir grotna óvart. Nei, það er eitt helsta einkenni hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar að innviðir skuli grotna. Persónuleika-raskað fólk eins og Margaret Thatcher hrinti nýfrjálshyggjunni í framkvæmd á Vesturlöndum. . . . Við fáum að sjá og upplifa sannleikann um veröldina sem við lifum í, um hinn efnislega heim sem við dveljum í. Markaðsvæðing alls húsnæðis, afleiðing innleiðingar nýfrjálshyggjunnar og markaðsvæðing alls vinnuafls er undanfari brunans á Bræðraborgarstígs. . . . Á degi eldsvoðans barst reykurinn stutta leið frá Bræðraborgarstíg inn um glugga Alþingishússins, Speglasalarins og gluggunum var lokað. Um kvöldið fór forsætisráðherra á Twitter og skrifaði texta, ekki um harmleikinn heldur um sigur fótboltaliðs í útlöndum.“