- Advertisement -

Spillingin og ríkisstjórnin

Bjarni Benediktsson formaður flokksins viðurkenndi í raun að um væri að ræða mútufé.

 Jóhann Hauksson skrifar: 

Ég sé að GRECO, nefnd ríkja Evrópuráðsins gegn spillingu í aðildarlöndum, er að velgja ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur undir uggum.

 Ísland var eftirlegukind um fjármál stjórnmálaflokka, ógagnsæi o.þ.h fram á þessa öld. Það var ekki fyrr en árið 2006 sem lögum um fjárreiður stjórnmálaflokka var breytt, krafist gagnsæis og að greiðslur einstakra kvótagreifa eða annarra auðkýfinga til flokkanna, yrðu takmarkaðar. Auðvitað var Sjálfstæðisflokkurinn stórtækastur. Sem frægt varð lét Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi forsætisráðherra, birta gögn um þessar greiðslur löngu síðar. Á daginn kom að Landsbankinn og FL-Group höfðu stungið samanlagt 55 millj. kr. í sjóði Flokksins síðasta árið áður en breytingarnar tóku gildi. Bjarni Benediktsson formaður flokksins viðurkenndi í raun að um væri að ræða mútufé og lofaði að endurgreiða (var það gert?) 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í bók minni, Þráðum valdsins (2011) segir á einum stað: 

„GRECO, nefnd á vegum Evrópuráðsins sem fylgist með spillingu í aðildarlöndunum, komst að þeirri niðurstöðu um Ísland upp úr þúsaldamótunum að á tímum mikillar einkavæðingar væri umtalsvert aukin hætta á spillingu í viðskiptum hins opinbera og einkafyrirtækja, enda stækkaði gráa svæðið á mörkum ríkisrekstrar og einkarekstrar til mikilla muna við slíkar aðstæður. Sérfræðingar GRECO létu svo um mælt, að andvaralausir embættismenn og opinberir fulltrúar, sem teldu sér trú um að spilling væri hverfandi lítil á Íslandi, gripu trauðla til ráðstafana til þess að ganga úr skugga um hvort slík staðhæfing ætti við rök að styðjast. 

Eru íslenskir embættismenn og kjörnir fulltrúar fjöldans í raun og veru andvaralausir eða eru þeir partur af íslensku kunningjaveldi sem þeir hafa lítinn hag af að hrófla við? Ef svo: Hver eru áhrif þessa valdanets á hátterni almenning? Er þöggun og auðsveipni við valdakerfið einkennandi? Liggur leiðin til frama, fjárhagslegrar velsældar og virðingar í gegn um hollustuna við innvígða áhrifamenn í klíkuþjóðfélagi sem reglulega víkur verðleikum og grundvallarreglum til hliðar um leið og það endurkveður sjálft sig er það sækir útvalda nýliða til verka eða til að manna áhrifastöður?“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: