Neytendur „Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg á Íslandi varðandi innköllun á 65 Volvo XC60, V60, V60cc, S60, XC70, V70 og S60cc bifreiðum af árgerðinni 2016. Ástæða innköllunarinnar er sú að bifreið getur dáið í akstri eða ekki farið gang vegna eldsneytisskorts þó svo að aksturstölva segi að um 100 km séu í að tankur tæmist og eldsneytismælir sýnir að þrjú strik eru eftir á tanknum.“