- Advertisement -

Það er ekkert plan – við þurfum plan

„Það sem mér finnst vanta hjá stjórnvöldum í því ástandi sem við erum í nú er plan. Það er ekkert plan. Allar þessar aðgerðir sem við höfum farið með í gegnum þingið eru viðbrögð við ástandi og það er mjög skiljanlegt að í byrjun hafi ekki verið neitt plan, þá þurfti að bregðast hratt við og sýnilegustu vandamálin voru tækluð. En núna þurfum við plan, við þurfum að gera ráð fyrir því að faraldurinn geti dregist á langinn og hvernig ætlum við að bregðast við því? Við þurfum líka að setja upp plan fyrir uppbygginguna. Hvernig ætlum við að byggja upp? Þetta skortir og við verðum að horfa á hlutina í heild, við verðum að skapa atvinnu, við verðum að halda uppi velferð og við verðum að vinna gegn loftslagsvá af manna völdum,“ sagði Oddný Harðardóttir á Alþingi, þegar þingið talaði um tekjufallsstyrki.

„Við í Samfylkingunni höfum lagt fram plan í þeim efnum sem við höfum kosið að kalla ábyrgu leiðina. Það er leið jafnaðarmanna út úr heimsfaraldri og ég vil ráðleggja hæstvirtri ríkisstjórn að fletta þeirri bók og taka upp hugmyndir sem örugglega gætu hugnast öllum flokkum.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: