- Advertisement -

Ríkissjónvarpið og ríkið sjálft og Stöð 2

Innan við klukkustund er þar til Silfrið verður á dagskrá Ríkissjónvarpsins. Síðast voru tveir ráðherrar aðalgestir þáttarins. Hér er fullyrt að enginn utan ríkisstjórnarinnar eða Ríkissjónvarpsins óskaði eftir þessu. Ekki nokkur hræða.

En hvað veldur að þetta er gert?

Þegar ég sá hvernig var valið í þáttinn skaust hugurinn í Borgartún 7. Þar var Sakadómur Reykjavíkur. Ég sat þar viku eftir viku og fylgdist með dómsmeðferð Hafskipsmálsins.

Þar var stundum talaði um mútur og mútugreiðslur. Sem mátti reyndar ekki kalla mútur. Heldur fyrirgreiðslufé. Fyrirgreiðslufé.

Úr Víglínunni.

Sennilega á enginn fjölmiðill eins mikið undir afstöðu ráðafólks og Ríkisútvarpið. Er það skýringin? Má vera að það ráði mannvali í umræðuþætti? Hvað má halda? Víst er að ekki var eftirspurn eftir þeim Svandísi og Lilju í einum og sama þættinum.

Jæja, seinna um daginn var svo Víglínan á Stöð 2. Viti menn. Aftur komu Svandís og Lilja. Nú ekki saman, heldur hvor á eftir annarri. Lilja heldur um þráðinn sem skiptir veika fjölmiðla hvað mestu máli. Skipti sú staðreynd meiru en þátturinn sjálfur. Svo ekki sé talað um neytendur.

Eru ríkisstyrkir til fjölmiðla og áframhaldandi stórgreiðslur til Ríkisútvarpsins ígildi fyrirgreiðslufjár?

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: