Sprengisandur „Nei, nei. Ég hafði enga þörf fyrir það,“ svaraði Bjarni Benedikltsson, þegar hann í þættinum Sprengisandur, var spurður hvort honum hafi langað að svara grein Kára Stefánssonar..
Grein Kára var kröftug, hörð gagnrýni?
„Mér finnst ómerkilegt þegar menn stilla því þannig upp að hér í landinu sé annars vegar fólk sem vill gera betur í heilbrigðismálum og hlúa að sjúkum og veikum og hins vegar fólk sem hefur engann skilning á þessu og vill nota svigrúm í eitthvað allt annað, þetta er ekkert svona.“
Bjarni sagði að þær hjartaaðgerðir sem Kári tiltók vegi ekki þungt í rekstri Landspítalans. Það kosti 50 til 60 milljónir á ári að færa þær til betri vegar. „Þetta fannst mér ekki gott dæmi, ætli menn að finna eitthvað um að það þurfi að setja stóraukna fjármuni til að laga eitthvað tiltekið vandamál.“
Það er vandi á Landspítalanum, ekki rétt. Bjarni sagði takmörk fyrir hversu mikið er hægt að gera í einu. „Þetta ár hófst með að sagt var að það þyrfi að laga kjör starfsmannanna. Ég held að það sé óumdeilt að það höfum við gert. Ekki er hægt, á sama ári, að segja að það þurfi að stórbæta rekstrargrunninn og stóraukaframlög til framkvæmda og viðhalds og endurnýja tækjakaupaáætlunina og svo framvegis.“