- Advertisement -

Fjölmiðlar láta misnota sig

Gunnar Smári skrifar:

Atvinna, atvinna, atvinna! Hrópuðu þingmenn á eldhúsdegi fyrir skömmu, þegar þeir létu sem þeir væru að fara yfir stöðuna og verkefnin fram undan. Og svo fóru sumir að tala um nýsköpun, aðrir um nauðsyn þess að viðhalda viðbragðsgetu fyrirtækjaeigenda o.s.frv. En hvað með sjávarútveginn, auðlindina sem íslenskt nútímasamfélag var byggt á (áður en hún varð fyrst og fremst auðsuppspretta örfárra)? Innan sjávarútvegsins er í gangi skipulagður flutningur starfa frá Íslandi til svæða þar sem laun eru lægri og vernd starfsfólks minni. Og þetta er stórt í sniðum; að óbreyttu gæti þetta orðið viðlíka breyting og þegar útgerðin flutti vinnsluna út á sjó til að auka hagnað sinn (ath. ekki til að auka verðmæti afurðanna, það er aldrei markmið).

Lesið grein Arnars Atlasonar, formanns Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. Það er nauðsynlegt að leita uppi raddir úr sjávarútveginum sem ekki hafa verið fléttaðir inn í grátkór stórútgerðarinnar. Því miður hafa meginstraumsmiðlarnir og umræðustjórar þeirra beygt sig undir alvald SFS, sem í reynd er stjórnað af allra stærstu útgerðar fjölskyldunum og þjónar aðeins hagsmunum þeirra, hagsmunum sem vitað er að stangast á við hagsmuni sjómanna og verkafólks, smærri útgerða og fiskvinnsla, sjávarbyggða og landsmanna allra. Það er auka rannsóknarefni hvernig það getur gerst, að fjölmiðlar láti misnota sig svo að almenningur heldur að einu talsmenn sjávarútvegs séu Heiðrún Lind, Þorsteinn Már og Guðmundur í Brim.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: