- Advertisement -

90 prósenta skattur er letjandi

Ég held að svarið sé algerlega nei. Það er algerlega galið.

„Mun einhver treysta sér til að vinna ef hann veit að þær tekjur sem koma inn eru skertar og skattaðar upp undir 90% eða jafnvel meira? Ég held að svarið sé algerlega nei. Það er algerlega galið.“

Það var Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, sem þannig talaði á Alþingi. Þá var verið að ræða almannatryggingar og félagslega aðstoð.

„Lítum á þá staðreynd að nú í Covid-fárinu erum við búin að vera að semja lög um að greiða fyrirtækjum launakostnað í uppsagnarfresti, greiða fólki atvinnuleysisbætur og það er samt að vinna uppsagnarfrest, greiða fólki atvinnuleysisbætur sem hefur misst allar tekjur sínar. Það er gott. Við erum þó alla vega að reyna að hjálpa þeim sem virkilega þurfa á hjálp að halda. En á sama tíma eru einstaklingar þarna úti sem eru að reyna að vinna þrátt fyrir skert líkamlegt atgervi, öryrkjar sem vilja vinna. Það merkilegasta í því samhengi er að um leið og þeir reyna að vinna þá hafa þeir frítekjumark upp á 109.000 kr., frítekjumark sem hefur verið óbreytt í fjölda ára, frítekjumark sem á að vera vel yfir 200.000 kr.,“ sagði Guðmundur og sagði næst:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég spyr.

 Ég spyr: Mun einhver treysta sér til að vinna ef hann veit að þær tekjur sem koma inn eru skertar og skattaðar upp undir 90% eða jafnvel meira? Ég held að svarið sé algerlega nei. Það er algerlega galið. Við erum með hátekjuskatt á þá sem fá virkilega háar tekjur. Það er ekki skert um nema helming af þessu. Ég spyr: Hvers vegna í ósköpunum dettur okkur í hug að setja helmingi meiri skatt á þá sem eru á lægstu bótum, undir fátæktarmörkum, ef þeir reyna að bjarga sér?“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: