Alþingi Össur Skarphéðinsson sagði, á Alþingi fyrr í dag að hann muni ekki, á 25 ára ferli, annan losarabrag á vissnlu frumvarpi milli umræðna einsog nú.
„Einsog þingheimi er kunnugt lít ég þannig á að ég sé í hópi helstu unnenda forystu fjárlaganefndar og mér er annt um að háttvirtur þingmaður Vigdís Hauksdóttir komist þokkalega frá þessu máli.“
Hann sagði hafa komið fram dag eftir dag að stórkostlegar villur í þeirri vinnu sem Vigdís hefur stýrt.
„Ég tel það hollast, og hollast væri það háttvirtum þingmmanni Vigdísi Hauksdóttur, að við gerðum nú staðarnumið og gæfum háttvirtum formanni fjárlaganefndar tóm til að fara yfir og prenta upp allt það sem hún telur þurfa.“
Vigdís upplýsti að verið væri að prenta endurgert álit meirihluta nefndarinnar. „Þetta er að verða ein skrýtnasta fjárlagaumræða sem ég hef tekið þátt í.“ Vigdís sagði svo: „Umræðan snýst ekki um fjárlög. Hún snýst um persónulega óvild formanns fjárlaganefndar. Vigdís Hauksdóttir er til umræðu hér, en ekki fjárlögin sjálf. Þetta er með ólíkindum. Ég sit hér og hlusta á þetta allt saman.“
Ræða Vigdísar er hér.