- Advertisement -

Hvernig brjótum við niður hreðjatök hinna fáu ríku?

Sem fyrst og síðast snúast um að halda fjöldanum niðri, áhrifa- og valdalausum.

Gunnar Smári skrifar:

Nú þegar íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa stigið skref til að breyta landinu í hálfgert klerkaveldi, með meirihluta í Hæstarétti sem trúir á óskeikulleika stjórnarskrár sem skrifið var fyrir bráðum 250 árum og vill standa í vegi fyrir frelsi og réttindum kvenna, svartra, innflytjenda, fatlaðra og annarra undirsettra hópa innan alræðis hinna ríku, hinna hvítu og hinna kristnu; þá ættu íslenskt vinstrafólk að velta fyrir sér hversu lengi þau ætla að sætta sig dómskerfi þar sem Sjálfstæðisflokksfólk hefur handvalið 85-95% dómara á Íslandi, stjórnsýslu þar sem gömlu valdaflokkarnir hafa handvalið 90% allra embættismanna, lögreglu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki aðeins valið alla helsti yfirmenn heldur í gegnum það val stjórnað því hverjir fá framgang í starfi og hverjir ekki, bankakerfi sem er stýrt er af fólki sem ýmist eru innstu koppar í búri Sjálfstæðisflokksins eða handvalið af flokksmönnum og stjórnmálastétt sem beygir sig undir boðvald SA, Viðskiptaráðs og annarra áróðursmaskína hinna ríku og valdamiklu sem kerfisbundið standa í vegi fyrir réttindamálum hinna kúguðu og væntinga fjöldans um réttlátt samfélag.

Það er ekki hægt að bjóða fram og lofa þjónustu við almenning án þess að hafa það að markmiði að brjóta aftur þetta valdarán hinna ríku og fáu. Það verða engar breytingar á íslensku samfélagi fyrr en völd hinna ríku, fáu og valdamiklu verða brotin niður. Lykilspurning íslenskra stjórnmála ætti að vera: Hvernig tryggjum við völd fjöldans, að samfélagið sé byggt upp eftir hagsmunum hans, væntingum og vonum? Hvernig brjótum við niður hreðjatök hinna fáu ríku á samfélagi sem fjöldinn þarf að lifa og starfa innan?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ættum við að berjast fyrir öðru lýðveldinu; tækifæri til að endurmanna dómskerfið, stjórnsýsluna og öll valdakerfi? Er það raunhæft að fulltrúar almennings nái árangri innan samfélags þar sem allar reglur, allt úrskurðarvald og allar stjórnsýslu- og stjórnmálahefðir hafa verið sveigðar að þörfum hinna fáu, ríku og valdamiklu. Sem fyrst og síðast snúast um að halda fjöldanum niðri, áhrifa- og valdalausum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: