- Advertisement -

Nútíma hagkerfi er galið

Hagsmunir hinnar ríku eru hins vegar svo miklir að allt er gert til að gera lítið úr þessu.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Nútíma­hag­fræði byggir á því að neysla sé til­gangur allrar efna­hags­starf­sem­i segir Már Guðmundsson fyrrum seðlabankastjóri. En þetta er nákvæmlega málið! Nútíma kapítalismi byggir á þessu. Og gengur þess vegna ekki upp. Aukin neysla stríðir algjörlega gegn möguleikum þess að bjarga umhverfinu frá frekari hamfarahlýnun. Nútíma hagkerfi er galið ef bjarga á náttúru og mannkyni. En það er farið með þetta eins og mannsmorð. Þó hafa fræðimenn í hinum ýmsu greinum fjallað um þessa þversögn nútíma kapítalisma og náttúruverndar. Hagsmunir hinnar ríku eru hins vegar svo miklir að allt er gert til að gera lítið úr þessu.

Höfundar hamfarahlýnunarinnar, stórkapítalistarnir, sleppa á meðan einstaklingurinn er látinn bugast yfir því td. að fara taupokalaus út í búð. Samt gengur hann fram hjá heilu göngunum af plastumbúðum og sífellt bætist í búðirnar haugarnir af plastumbúðum og fleiri hættulegum efnum. Getum við þá sagt að nútíma hagkerfi sem byggir á aukinni neyslu gangi upp? Nei það gengur alls ekki upp. Sósíalistar eru löngu búnir að sjá þetta og ekki hræddir við stórkapítalistana. Þora að segja þetta upphátt. Enda er sósíalismi nútímans ákaflega skynsöm stefna. Og skoðanakúgun stríðir gegn öllum gildum sósíalisma.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: