- Advertisement -

Ómenni með ofurvald

Útgerð og skipstjóri hafa sýnt af sér fádæma ómennsku.

Útgerð og skipstjóri Júlíusar Geirmundssonar ÍS 270 hafa sýnt af sér fáránlegt ofbeldi. Með sterkri stöðu sinni hafa þeir sýnt sjómönnunum um borð ótrúlega ómennsku. Staða þeirra innan samfélagsins er óþolandi sterk. Til þessa hafa þeir ráðið því sem þeir vilja.

Arnar Hilmarsson, rúmlega tvítugur háseti, sýndi kjark og var í viðtali við Ríkisútvarpið. Lýsingar hans á því sem gerðist um borð eru átakanlegar. Heilsa sjómannanna skipti útgerðina ekki miklu máli. Þar ráða greinilega ómenni af verstu gerð.

Það var ekki vegna veikinda sem Júlíusi var siglt til hafnar. Í frétt RÚV segir:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þegar farið var að landi um síðustu helgi var það ekki vegna sýnatöku. Það var brælustopp og ekki er hægt að veiða í brælu. Svo þurfti líka að taka olíu. En það var líka farið í sýnatöku.

„Þannig að í rauninni var skimunin þriðja í forgangsröðinni.“

Sjómennirnir eru greinilega ekki undrandi á framgöngu útgerðarinnar:

„Hegðun HG í þessum kórónuvírusskandal núna er í nákvæmu samræmi við hegðun fyrirtækisins gagnvart starfsmönnum hvað varðar öryggi og heilsu starfsmanna í fortíðinni,“ sagði Arnar.

„Það alvarlegasta var að halda mönnum nauðugum við vinnu á meðan þeir voru veikir,“ sagði sjómaðurinn Arnar.

„Sá sem varð veikastur er einn harðasti maður, sem ég veit um, og hann lét sig hafa það í einhverjar þrjár vaktir að vinna veikur. Svo var hann einfaldlega orðinn svo slæmur að hann bara gat það mögulega ekki. Það var bara erfitt að horfa upp á hann færa sig upp af bekknum og upp í sjúkraklefa.“

Fréttamaðurinn spurði og Arnar svaraði með orðum sem verða ógleymanleg.

Ertu eitthvað hræddur um að missa þína stöðu á skipinu út af þessu?

„Tjáning mín á málinu er óendanlega verðmætari en starf mitt þarna um borð.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: