- Advertisement -

Hafa milljarða af sjómönnum og öllu samfélaginu

Vilhjálmur Birgisson skrifar:

Í fyrra gaf Verðlagsstofa skiptaverð út skýrslu þar sem fram koma að á tímabilinu 2012 – 2018 hafi  meðalverð á makríl til vinnslu að meðaltali verið 226% hærra í Noregi en á Íslandi.

Í dag kom önnur skýrsla út frá Verðlagsstofu skiptaverðs sem sýndi að meðalverð á norsk-íslenskri síld til vinnslu og bræðslu var að meðaltali 128% hærra í Noregi en á Íslandi á tímabilinu 2012 til 2019.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það með ólíkindum að stjórnvöld skuli ekki kalla eftir opinberi rannsókn á þessari verðlagningu á sjávarafurðum og að íslenskir útgerðarmenn skuli ár eftir ár fá að komast upp með þetta.

Það á ekki að líðast að útgerðarmenn sem eru með veiðar og vinnslu á sömu hendi fái nánast einhliða að ákveða verðlagningu á þessum afurðum.

Það er ekki bara verið að hafa milljarða af íslenskum sjómönnum heldur samfélaginu öllu.  Spurning hvort ekki eigi að kalla þessa undirverðlagningu á uppsjávarafla réttu nafni þ.e.a.s. launaþjónaður.  Það er í það minnsta sem stjórnvöld geta gert er að kalla eftir óháðri opinberi rannsókn á þessum gríðarlega verðmun.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: