- Advertisement -

Hvað verður um Katrínu?

Staða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra kann að vera á merkum tímamótum. Hún teflir djarft. Katrín hefur tekið að sér að túlka vilja þess fólk sem skrifaði vilja til að nýja stjórnarskráin verði samþykkt á Alþingi.

Katrín sagði í Kastljósi að fólkið sem skrifaði undir vilji vissulega breytingar á stjórnarskrá en ekki endilega það sem fólkið samþykkti með undirskriftum. Þetta er djarfur leikir hjá forsætisráðherra. Sjálf ætlar hún, ein og sér, ekki í nafni ríkisstjórnarinnar eða eigin þingflokks, að leggja til breytingar á gildandi stjórnarskrá.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Mögulega eru margir fyrrverandi kjósenda Katrínar og Vinstri grænna, meðal þess fólks sem skrifaði undir. Geti það fólk ekki sæst á framgöngu forsætisráðherra nú muni það koma fram í fylgi við Katrínu og VG.

Forsætisráðherra virðist einangruð í eigin ríkisstjórn. Hinir flokkarnir, og jafnvel hennar eigin, eru ekki og verða ekki samferða Katrínu í þessu mjög svo viðkvæma og pólitískt erfiða máli.

Katrín Jakobsdóttir hefur brennt margar brýr að baki sér. Mestu munar eðlilega um u-beygjuna til Valhallar. Margir fyrrum kjósendur hennar munu seint fyrirgefa það.

Svo merkilegt sem það er, er Katrín forsætisráðherra ein að berjast fyrir eigin breytingum á stjórnarskrá. Hefur ekki eigin ríkisstjórn með sér og mjög vafasamt er að meirihluti Alþingis fylgi henni.

Fari svo, hvað verður um Katrínu þá?

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: