- Advertisement -

Vilhjálmur segir Landsvirkjun undirbúa slátrun atvinnutækifæra Akurnesinga

Hvar eru stjórnvöld? Hvar er iðnaðarráðherra og fjármálaráðherra?  Hvar eru þingmennirnir?

Vilhjálmur Birgisson er ákveðinn:

„Nú blasir við að Landsvirkjun er að leggja línurnar fyrir því að slátra síðustu atvinnutækifærunum okkar Akurnesinga, en Landsvirkjun er við það að takast að slátra álverinu í Straumsvík. Mikið ofboðslega sem við eigum handónýtt stjórnmálafólk sem á að gæta atvinnuöryggis kjördæmisins enda með ólíkindum ef einn forstjóri í ríkisreknu einokunarfyrirtæki fær átölulaust að leggja lífsviðurværi þúsunda fjölskyldna í orkusæknum iðnaði í fullkomið uppnám. Akurnesingar trúið mér hér er á ferðinni grafalvarlegt mál og við skulum ekki láta fara eins fyrir lífsviðurværi okkar á Grundartanga eins og gerðist með sjávarútveginn hér á Akranesi.  En hættan blasir við að svo geti gerst á næstu árum.“

Fyrr í grein sinni skrifaði Vilhjálmur:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sú raforka sem rennur óseld til sjávar.

„Það er deginum ljósara að Landsvirkjun er í ljósi einokunar sinnar á raforkumakaði að setja lífsviðurværi nokkra byggðarlaga og þúsunda starfsmanna og fjölskyldna þeirra í fullkomna óvissu.

Er ekki komin tími til að stjórnvöld spyrji sig, hvernig standi á því að tveir risakaupendur á raforku þ.e.a.s. Norðurál og álverið í Straumsvík hafi sent er­indi til Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, þar sem óskað er íhlut­un­ar vegna þess sem að þau telja vera mis­notk­un Lands­virkj­un­ar á markaðsráðandi stöðu á raforkumarkaði?“

Vilhjálmur bendir á ónotað rafmagn: „Er ekki líka eðlilegt að stjórnvöld spyrji sig að því, að á sama tíma og stóriðjan nær ekki að semja um umfram raforku, þá rennur á ári um 160 MW ónotuð í sjávar. Af hverju spyr enginn að því af hverju Landsvirkjun reynir ekki að fá eitthvað verð fyrir þessa orku sem rennur ónotuð til sjávar, en áætla má að til sjávar renni milli 3 til 6 milljarðar vegna þess að Landsvirkjun vill fá hærra verð, en kaupendur er tilbúnir að greiða fyrir hana.

Sú raforka sem rennur óseld til sjávar er að andvirði ca 30 til 50% sem greitt er í auðlindagjöld á ári í sjávarútvegi.  Ég spyr, hefur íslensk þjóð efni á því horfa á eftir óseldri raforku fyrir nokkra milljarða renna til sjávar?  Hvað er í gangi?

Eru stjórnvöld að bíða eftir því að það sama gerist hér og búið er að gerast útum alla Evrópu?  Eins og margir sem fylgjast með þessum iðnaði vita þá er búið að loka fjölmörgum álverum í Evrópu vegna þess að þau er ekki samkeppnishæf við álver í Kína.  Hvar eru stjórnvöld? Hvar er iðnaðarráðherra og fjármálaráðherra?  Hvar eru þingmenn Norðvesturkjördæmis? 

En þetta er sama stjórnmálafólkið sem horfði aðgerðalaust á þegar sjávarauðlindinni var stolið af okkur Akurnesingum um hábjartan dag með skelfilegum afleiðingum.  Í þessum þjófnaði á aflaheimildum okkar Akurnesinga töpuðust yfir 300 störf og launatekjur sem námi árið 2004 5,6 milljörðum á ári.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: