- Advertisement -

Stolt af félagsmönnum Eflingar

Efling – stéttarfélag lýsir miklu stolti af þátttöku rúmlega 50 félagsmanna Eflingar í 44. þingi Alþýðusambands Íslands sem haldið var í dag. Þingfulltrúar Eflingar voru líkt og á síðasta þingi af fjölbreyttum uppruna og úr mörgum starfsgreinum verka- og láglaunafólks.

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar var skipuð 2. varaforseti ASÍ til næstu tveggja ára og var sjálfkjörin á grunni tillögu uppstillingarnefndar. „Ég þakka það mikla traust, en ég vil umfram allt þakka félagsmönnum Eflingar fyrir vinnu sína sem þingfulltrúar í dag. Ég er mjög stolt af félagsmönnum sem tóku til máls og beittu sér á þinginu,“ sagði Sólveig Anna.

Á þinginu var borin upp lagabreytingatillaga miðstjórnar um fjölgun varaforseta Alþýðusambandsins úr tveimur í þrjá. Sólveig Anna mælti með þessari tillögu ásamt fleirum og var hún samþykkt.

„Ég óska forseta ASÍ og hinum varaforsetunum til hamingju með kjörið. Fjölgun varaforsetanna styrkir að mínu mati jarðtengingu Alþýðusambandsins við aðildarfélögin. Ég hlakka til samstarfsins og bind vonir við að störf forsetateymisins gefi góða raun á næstu misserum enda áskoranirnar miklar,“ sagði Sólveig Anna.

Þingið var haldið í gegnum fjarfundabúnað en hluta þess er frestað fram í maí á næsta ári.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: