- Advertisement -

Minni afli í kvótakerfinu

Afli í öllum fisktegundum er minni en áður en farið var að stjórna eftir þeirri kenningu, að draga úr veiðum.

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Það ætti að hringja háværum viðvörunarbjöllum ef einhver ráðgjöf sem kennir sig við vísindi gefur æ minni afrakstur eftir því sem henni er fylgt nánar. 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þannig er staðan hvað varðar ráðgjöf Hafró, en afli í öllum fisktegundum er minni en áður en farið var að stjórna eftir þeirri kenningu, að draga úr veiðum til þess að fá meiri afla seinna.  Vandamálið er að þetta seinna kemur aldrei enda eru líffræðilegar ástæður fyrir því.

Ekki virðist skipta neinu máli þó svo að sérfræðingar Hafró hafi nýlega játað að hafa beinlínis notað rangar forsendur við útreikninga á ráðlagðir grásleppuveiði.

Í stað þess að talskona SFS (LÍÚ) fari fram á endurskoðun á forsendum ráðgjafar – þá ítrekar hún sömu þulu og farið hefur verið með síðustu áratugina sem er á þá leið að ráðgjöfin sé mikil vonbrigði en haldið sé í von um myndarlegan afla seinna!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: