- Advertisement -

Tillögur um nöfn Íslendinga

Í tilefni af umræðunni um mannanöfn og Mannanafnanefnd, finnst mér tilvalið að geta nokkurra nafna, sem gætu orðið valkostur foreldra er leita að óvenjulegum og frumlegum nöfnum.

Árni Gunnarsson, fyrrum alþingsmaður og fréttamaður, skrifar:

Ég hef verið að lesa Grunnvíkingabók, sem er í tveimur bindum og fjallar um mannlíf í Grunnavíkurhreppi í Norður Ísafjarðarsýslu, sem fór endanlega í eyði 1962. Þetta eru gagnmerkar bækur og höfundum til sóma. Þarna koma við sögu forfeður mínir, eins og afi minn Árni Jónsson, sem fórst með skipi sínu í Halaveðrinu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Jón Jóakímsson og kona hans Sigurfljóð Sakaríasdóttir, sem bjuggu í Stakkadal og á Sléttu, en Sigurfljóð finnst mér eitt fegursta kvenmannsnafn, sem ég hef heyrt. Bæði eru þau grafin í kirkjugarðinum á Ísafirði.

Mörg nöfn í Grunnvíkingabók vekja athygli. Í tilefni af umræðunni um mannanöfn og Mannanafnanefnd, finnst mér tilvalið að geta nokkurra nafna, sem gætu orðið valkostur foreldra er leita að óvenjulegum og frumlegum nöfnum fyrir börn sín:

Fyrst nokkur kvennanöfn: LÍKAFRÓN – LJÓTUNN – PETÓLÍNA – ÓVILDÍA – EILEIFÍNA – HALLNÝ – GRATÍANA – HLAÐGERÐUR – KETILRÍÐUR – HIRAMIA – ENGILRÁÐ.

Þá nokkur karlmannsnöfn: EBENEZER – EILÍFUR – ALEXÍUS – GIDEON – ÍSLEIKUR – RÓSINKAR – HÍRAM – ÞEÓFÍLUS – RAGÚEL.

Sum þessara nafna eru sótt í Biblíuna og önnur í rímur, en rímnakveðskapur var mikið stundaður á bæjum í Grunnavíkurhreppi, þar sem heldur var fátt um tómstundagaman og lífsbaráttan harðari en víðast hvar á landinu


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: