- Advertisement -

Hélt skammarræðu yfir Ásmundi Einari

Er það nema von að þolinmæði elli- og örorkulífeyrisþega sé löngu uppurin?

„Ég er hérna að reyna að hemja mig og vera eins málefnaleg og mögulegt er en ég er orðin dálítið þreytt á þessum loforðaflaumi frá hæstvirts ráðherra, því að hann er ofboðslega duglegur að lofa gulli og grænum skógum en svo gerist ekki neitt. Það er augljóst af viðbrögðum ráðuneytisins við skýrslunni að vandinn er þekktur innan ráðuneytisins. Ég átta mig ekki á því hvort er verra fyrir ráðherra félagsmála að gera sér enga grein fyrir því hversu ógagnsætt, skerðandi, óaðgengilegt og ómannúðlegt núverandi kerfi er eða, eins og útlit er fyrir, að ráðherra viti nákvæmlega á hvaða stað almenna tryggingakerfið er komið og hafi kosið að gera ekkert í því í þau þrjú ár sem hann hefur verið við völd. Hvort er verra?“

Þetta sagði Halldóra Mogensen á Alþingi í dag. Það var vegna úttektar  Ríkisendurskoðunar á Tryggingastofnun. Halldóra er sýnilega ekki hrifin af verklagi Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra.

„Ráðherra hefur tæplega eitt ár til að sýna þessum málaflokki bara minnsta áhuga. Hann beinlínis viðurkennir það í skýrslunni að þessi gríðarlega mikilvægi málaflokkur, lífsbjörg tugþúsunda Íslendinga og 17% allra ríkisútgjalda, sé í höndum tveggja starfsmanna ráðuneytisins, tveir starfsmenn sem eru að sinna öðrum verkefnum meðfram. Það er öll áherslan sem ráðherra telur þennan málaflokk eiga skilið. Er það nema von að þolinmæði elli- og örorkulífeyrisþega sé löngu uppurin? Ég spyr: Á að setja mannauð, fleira starfsfólk, í að skoða þennan málaflokk? Er ráðherra alvara með að koma með einhverjar jákvæðar breytingar áður en þessu þingi er lokið?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: