- Advertisement -

„Verum sanngjörn hvert við annað“

„Við stóðum hér í marsmánuði og ekki man ég eftir þeim háttvirtum þingmönnum sem þá komu upp og sögðu: Gerum þriggja ára áætlun um heimsfaraldur kórónuveiru, af því að við sjáum það fyrir okkur að hann muni vara hér a.m.k. í ár og jafnvel tvö. Nei, ég man bara ekki eftir þeim orðum og man þó nokkuð vel eftir umræðunni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, á Alþingi.

„Ég held að allir háttvirtir þingmenn, og einnig sú sem hér stendur, hafi verið mjög bjartsýnir á að við værum að tala um skemmri tíma úrlausnarefni þegar kæmi að þessum heimsfaraldri. Staðan núna er hins vegar þannig að ég held að við þurfum að horfast í augu við að þetta er lengri tíma úrlausnarefni. Við erum um leið alltaf að læra af því sem fram kemur um þessa veiru, samanber breytta grímunotkun í þingsal, sem er nýlunda hér í dag, og alveg eins það sem við erum að gera á öðrum sviðum samfélagsins. Í þessu tilviki held ég að við verðum einfaldlega líka að vera sanngjörn hvert við annað. Við erum í raun og veru alltaf að bregðast við nýjum og áður óþekktum aðstæðum í þessum málum.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: