- Advertisement -

„Hver á að borga þetta?“ Bjarni um hærri ellilífeyri og örorku

„Hver á að borga þetta?“ Þannig svaraði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar Oddný Harðardóttir vakti athygli á að Norræna ráðherranefndin gaf út skýrslu um hvernig ójöfnuður hefur vaxið á Norðurlöndunum og hvað þyrfti að gera til að vinna gegn ójöfnuði. Aðalatriðið er að stjórnvöld sjái til þess að bætur almannatrygginga, barnabætur og húsnæðisbætur fylgi raunverulegri launaþróun og að gjaldtaka í velferðarkerfunum sé sem minnst.

„Ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra hvort það standi til að breyta 69. gr. laga um almannatryggingar þannig að stöðva megi þá gliðnun sem er á milli launamanna og þeirra sem eiga allt sitt undir greiðslu almannatrygginga,“ sagði Oddný Harðardóttir.

Bjarni Benediktsson: „En spurningin sem æpir á mann í þessu sambandi er: Hver á að borga þetta? Hver á að borga þegar bæði ellilífeyrir almannatrygginga og örorkulífeyrir hefur hækkað á fjárlögum um u.þ.b. helming? Við höfum á sjö, átta árum tvöfaldað fjárhæðina í fjárlögum. Og eftir situr spurningin þegar menn koma hingað og segja að þetta sé bara alls ekki nóg: Hver á að borga þetta?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: