- Advertisement -

Mikill hagnaður útgerðarinnar – má ekki hækka veiðigjöldin? Nei, segir Bjarni

„Sjávarútvegsgagnagrunnur Deloitte var kynntur á sjávarútvegsdeginum 2020 sem haldinn var 16. september sl. Gagnagrunnurinn inniheldur rekstrarupplýsingar úr 89% sjávarútvegsgeirans en fjárhæðirnar uppreiknaðar þannig að þær endurspegli hann allan. Alls greiddu fyrirtækin sér arð upp á 10,3 milljarða kr. í fyrra. Frá árinu 2010 hafa þau greitt 103,2 milljarða kr. til eigenda sinna í arðgreiðslur. Hagur sjávarútvegsfyrirtækjanna hefur vænkast um 479,2 milljarða kr. frá hruni. Í gagnagrunninum kemur fram að tekjur sjávarútvegsfyrirtækjanna hafi vaxið um 33 milljarða kr. milli ára og verið 280 milljarða kr. í fyrra. Þær hafa aldrei áður verið jafn miklar. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsgjöld og skatta var 73 milljarðar kr. og jókst um 20 milljarða kr. í fyrra. Endanlegur hagnaður var 43 milljarðar kr. árið 2019.“

Þetta sagði Oddný Harðardóttir og bætti við:

„Vissulega fengum við hærri skatttekjur í ríkissjóð með hærri tekjum en tekjuskattur er ekki auðlindagjald. Veiðigjöld lækkuðu hins vegar umtalsvert á milli ára og voru 6,6 milljarðar kr. sem er 4,7 milljörðum kr. minna en þau voru árið ár. Og enn lækka veiðigjöldin. Þau eru áætluð 4,65 milljarða kr. á árinu 2021.“

Næst spurði hún Bjarna Benediktsson:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Svarið er nei.

„Finnst hæstvirtum ráðherra upphæð veiðigjalda ásættanleg? Kemur ekki til greina á erfiðum tímum að hækka hlutfallið sem veiðigjaldið er miðað við? Þjóðfélagið þarf nú sem aldrei fyrr að reiða sig á atvinnugreinar sem standa af sér skakkaföllin af völdum kórónuveirunnar.“

Bjarni svaraði:

„Svarið er nei, þegar ég er spurður að því hvort það sé ekki núna góður tími til að hækka álögur vegna þess að ríkinu gangi illa. Nei, við eigum einmitt að byggja á sanngjörnum álögum á þessa atvinnugrein eins og allar aðrar og það er alveg sérstaklega mikilvægt þegar við erum í efnahagslægð.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: