- Advertisement -

1.193 veik börn sett á biðlista

Guðmundur Ingi Kristinsson.

„1.193 börn um allt land bíða eftir greiningu eða meðferð við geðrænum og sálrænum vanda. Fjölmennastur er biðlistinn á Þroska- og hegðunarstöð þar sem 584 börn bíða greiningar. 107 börn bíða eftir greiningu og meðferð á barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL, og níu börn eru á biðlista eftir innlögn á deildina. Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til mín,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson á Alþingi fyrr í dag.

„En hvað segja þessar tölur okkur? Þær segja okkur að við erum að láta börn með geðræn vandamál bíða, ekki bara mánuðum saman heldur jafnvel árum saman. Og hverjar eru afleiðingarnar fyrir viðkomandi börn? Skólaganga þeirra er í uppnámi og framtíð þeirra. Er það örorka? Það er hægt að koma í veg fyrir þetta með því að sjá til þess að börn séu ekki á svona biðlistum. En þetta eru ekki einu afleiðingarnar. Hverjar eru afleiðingarnar fyrir fjölskyldurnar? Það gerir sér enginn grein fyrir því nema sá sem er í þeirri aðstöðu að þurfa að bíða mánuðum, jafnvel árum saman, eftir aðgerð, eftir einfaldri meðferð fyrir barn sem er veikt. Álagið á heimilið getur valdið því að umsjónaraðilar missi heilsuna og lendi líka á örorku. Fjárhagslegur grundvöllur margra þessara fjölskyldna brestur algjörlega. Þess vegna segi ég: Er ekki kominn tími til, í öllu því sem gengur á, að sjá til þess í eitt skipti fyrir öll að börn þurfi ekki — aldrei — að bíða eftir þjónustu?“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: