- Advertisement -

Játning Guðmundar Ólafssonar

Bið ég Guð og þjóðina að fyr­ir­gefa mér að hafa ekki reynt að gera allt vit­laust á þess­um tíma.

Guðmundur Ólafsson hagfræingur skrifar:

Árið 2017 flutti ég bú­ferl­um og seldi eign og keypti aðra og átti í af­gang þrjár millj­ón­ir króna, sem ég lagði í bundna verðtryggða bók til þriggja ára hinn 16.9. 2017. Um dag­inn vitjaði ég höfuðstóls­ins, sem þá var laus. Niður­stöður þess­ar­ar ávöxt­un­ar fylgja hér á eft­ir og er miðað við verðtrygg­ingu, bankainni­stæðu 16.6. 2020 og gengi Bandaríkjadollara og sviss­nesks franka:

Þetta er vit­laus­asti gern­ing­ur sem ég hef staðið að.

Þarna sést að ef ég hefði keypt sviss­neska franka og geymt und­ir kodd­an­um í þrjú ár hefði ég hagn­ast um 885 þús. kr. um­fram það sem ég fékk frá bank­an­um en 656 þús. kr. ef ég hefði geymt doll­ara und­ir sama kodda. Ástæða þess­ar­ar herfi­legu út­reiðar ís­lenskr­ar inni­stæðu er tvíþætt. Í fyrsta lagi miðast ís­lensk verðtrygg­ing ekki við gengi gjald­miðla held­ur meðal­einka­neyslu­út­gjöld sem end­ur­spegla seint og illa verðmæti pen­inga. Samt er fjár­magn­s­tekju­skatt­ur­inn verri söku­dólg­ur og hef­ur vin­ur minn Vil­hjálm­ur Bjarna­son gert hon­um góð skil hér í blaðinu.

Þar verð ég að játa synd­ir mín­ar: Fyr­ir um 25 árum var ég skipaður í nefnd til þess að koma á fjár­magn­s­tekju­skatti. Þar var sjálf­ur ráðuneyt­is­stjór­inn Indriði Þor­láks­son og urðum við fljótt sam­mála um að þess­ar tekj­ur bæri að skatt­leggja eins og aðrar tekj­ur. For­ystu­menn verka­fólks í nefnd­inni töldu það frá­leitt og skipti nú eng­um tog­um að Indriða var vikið úr nefnd­inni og inn kom hlýðnari maður. For­ystu­menn verka­fólks töldu einnig ófært annað en að skatt­leggja verðbæt­ur eins og vexti sam­an, því ógjörn­ing­ur væri að greina í sund­ur verðbæt­ur og vexti. Þetta varð ofan á. Sagt var að skatt­ur­inn yrði ein­ung­is 10%, en verka­lýðsflokk­ur hækkaði þetta síðan í 22%.

Þetta er vit­laus­asti gern­ing­ur sem ég hef staðið að og bið ég Guð og þjóðina að fyr­ir­gefa mér að hafa ekki reynt að gera allt vit­laust á þess­um tíma.

Grein Guðmundar birtist í Mogga dagsins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: