- Advertisement -

Bjarni: „Þetta ástand er ógn“

Þetta ástand er ógn. Það er ógn við heilsu og efnahag. Atvinnuleysi hefur aukist hratt og óvissan er erfið. Það er sárt fyrir fólk að tapa vinnunni og vita ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Eins er staðan erfið fyrir atvinnurekendur, fyrir fólk sem hefur byggt upp fyrirtæki, hefur jafnvel verið lengi í rekstri en sér nú fótunum kippt undan sér. En við verðum öll að koma þeim skilaboðum skýrt til skila að þetta er tímabundið ástand,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í gærkvöld.

„Og við, sem höldum um stjórnartaumana, höfum gefið það loforð að gera meira en minna. Það er mikilvægt að taka þannig utan um samfélagið, bæði fólk og fyrirtæki, að þau komist hratt á fæturna aftur þegar glaðnar til. Að við töpum ekki verðmætum að óþörfu, að hjarta lífvænlegrar starfsemi geti haldið áfram að slá. Án atvinnulífsins verður engin viðspyrna. Án atvinnulífsins eru engin störf, hvorki núna né til að snúa aftur í. Þess vegna er mikilvægt að við gerum núna það sem hægt er að gera til að milda áfallið og stytta atrennuna að næsta hagvaxtarskeiði. Það er okkur öllum því lífsnauðsynlegt að atvinnustarfsemin taki aftur við sér. Þeir sem gera lítið úr vanda atvinnulífsins eða telja rangt af stjórnvöldum að standa með fyrirtækjum skilja einfaldlega ekki þetta mikilvæga samband milli þess að sköpuð séu verðmæti í einkageiranum og lífskjara okkar allra.“

Hér er unnt að lesa ræðu Bjarna.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: