Hann var svo sannarlega rangur maður á röngum stað í forsetastóli hjá ASÍ.
Katrín Baldursdóttir skrifar:
Eitthvað er hann illa áttaður hann Gylfi Arnbjörnsson fyrrum forseti ASÍ. Það var enginn eftirspurn eftir hans kröftum lengur í forsetastóli en hann reynir að halda því fram að hann hafi ekki gefið kost á sér á ný vegna þess að orðræðan hafi orðið beinskeyttari. Málið var hins vegar að það þurfti stórvirkar vinnuvélar til þess að koma honum uppúr forsetastólnum. Hann var orðið svo þaulsetinn og honum fannst kaffið svo gott hjá Samtökum atvinnulífsins að það var farið að ógna hagsmunum launafólks. Og nú er hann farinn að tala eins og innmúraður fulltrúi Samtaka atvinnulífsins. Hann var svo sannarlega rangur maður á röngum stað í forsetastóli hjá ASÍ.