- Advertisement -

„Líf og heilsa heim­il­is­manna hjúkr­un­ar­heim­ila skipt­ir ekki máli“

Svo virðist sem SÍ hafi ekki sjálf­stæðar skoðanir og vald í mál­um sem þessu.

„Skila­boðin frá heil­brigðisráðuneyt­inu eru mjög skýr. Líf og heilsa heim­il­is­manna hjúkr­un­ar­heim­ila skipt­ir ekki máli,“ skrifar Gísli Páll Gíslason, sem er formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, í Mogga dagsins.

„Þetta eru kald­ar kveðjur til þeirra aðila sem lögðu mikið á sig á fyrri hluta árs­ins við að verj­ast veirunni og und­ir­búa starf­sem­ina á þann hátt að bær­ist veir­an inn á heim­il­in þá væri í raun allt gert til að bregðast við á sem skyn­sam­leg­ast­an og best­an hátt,“ skrifar Gísli Páll.

„Mesta hætt­an er á að stjórn­end­ur heim­il­anna und­ir­búi sig ekki með sama hætti í þess­ari þriðju og vænt­an­lega fleiri næst­kom­andi bylgj­um Covid-19, þar sem það er ekki hægt, það eru hrein­lega ekki til fjár­mun­ir til þess. Því fylg­ir mik­il hætta á að illa fari fyr­ir alla aðila. Það sem blas­ir við er að sýk­ist ein­hverj­ir á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins verði þeir send­ir inn á Land­spít­ala. Enda staðfesti for­stjóri þess góða fyr­ir­tæk­is í Kast­ljósi ný­lega að auk­inn kostnaður þeirra vegna Covid-19 næmi mörg­um millj­örðum og það yrði allt sam­an greitt af rík­is­vald­inu. Það er ekki sama Jón og séra Jón.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þess­ar töpuðu tekj­ur nema milli eitt og tvö hundruð millj­ón­um króna.

Gísli Páll hefur áður skrifað um stöðu hjúkrunarheimilanna. Þar hafa ekki öll pláss verið notuð vegna Covid-19.

„Heim­il­in tóku ekki inn ein­stak­linga meðal ann­ars til að eiga pláss fyr­ir sér­staka Covid-deild ef smit kæmi upp á heim­il­inu. Þess­ar töpuðu tekj­ur nema milli eitt og tvö hundruð millj­ón­um króna. Veru­leg­ar fjár­hæðir fyr­ir heim­ili sem eru flest nú þegar rek­in með halla. Form­legt svar við beiðni okk­ar um greiðslu fram­an­greinds barst ný­lega frá Sjúkra­trygg­ing­um Íslands og var í raun um að ræða áfram­send­ingu svars frá heil­brigðisráðuneyt­inu. Svo virðist sem SÍ hafi ekki sjálf­stæðar skoðanir og vald í mál­um sem þessu. Og svarið var á þá leið að heil­brigðisráðuneytið ætlaði sér ekki að greiða þess­ar töpuðu daggjalda­tekj­ur til hjúkr­un­ar­heim­il­anna í bili og málið yrði skoðað í upp­hafi næsta árs.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: