- Advertisement -

Davíð: Bara einn flokkur á Íslandi; stjórnmálaflokkurinn

Stjórnmál Davíð Oddsson, sem hefur gegnt embætti forsætisráherra lengur en nokkur annar, sér ekki mikinn mun á stjórnmálaflokkum nútímans. Hann segir í Staksteinum dagsinas: „Á Íslandi er kvartað yfir „fjórflokknum.“ Þreytt klisja það. Vandinn er sá að á Íslandi er nú bara einn flokkur, Stjórnmálaflokkurinn.“

Davíð segir þetta ástand ekki verða til þess að fram komi frumlegar hugmyndir. Hann rifjar upp frétt af mbl.is sem dæmi um frumlega hugmyd, sú er frá Finnlandi. Þessi er fréttin:

„Stjórnvöld í Finnlandi hafa tekið til skoðunar tillögu um að öllum fullorðnum þegnum landsins verði greiddar 800 evrur á mánuði úr ríkissjóði skattlaust eða sem nemur um 113 þúsund krónum. Á móti verði allar félagslegar bætur lagðar af í landinu.

Fram kemur á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph að tillagan hafi verið samin af finnsku tryggingastofnuninni og málið njóti meðal annars stuðnings forsætisráðherrans Juhas Sipila.

Verði greiðslurnar að veruleika skerðist þær ekki vegna annarra tekna. Hugmyndin með tillögunni er að hún verði til þess að hvetja fólk til þess að vinna en atvinnuleysi er um 10% í Finnlandi og enn hærra á meðal ungs fólks eða 22,7%.

Ennfremur segir í fréttinni að samkvæmt skoðanakönnunum styðji 69% Finna hugmyndina. Gagnrýnendur tillögunnar segja að hún yrði til þess að draga úr hvatanum til að vinna. Stuðningsmenn vísa til fyrri tilrauna sem hafi gefið góða raun.

Haft er eftir Sipila að fyrir honum snúist málið um að einfalda almannatryggingakerfið. Þá segir að stjórnvöld í Sviss séu einnig að íhuga að koma á slíku fyrirkomulagi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: