„Fá félög eru skráð á markaðinn og þar mættu vera fyrir á velli fleiri og fjölbreyttari fjárfestar. Það myndi styrkja fjármálamarkaðinn að fá fjölbreyttan hóp einstakra fjárfesta með mismunandi lífsmarkmið og lífsgildi til að eiga viðskipti á markaðnum. Fjölbreyttari hóp sem sér virði fyrirtækjanna í víðara ljósi. Það gefur fyrirtækjum aukin tækifæri til að fá metið það góða starf sem þau leggja í rekstur, umhverfis- og jafnréttismál sem dæmi.“
Þetta moð er eftir Vilhjálm Árnason þingmann Sjálfstæðisflokksins og er birt í Mogganum i dag. Hvað ætli þingmaðurinn hafi verið hugsa þegar hann skrifaði þetta?
Fyrst datt mér í hug að hann væri að tipla á tánum í námunda við einkavæðingu bankanna. Kannski er það rétt?
Svo kemur þetta:
„Af þessum sökum höfum við nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lagt fram frumvarp á Alþingi sem endurvekur heimild til að draga frá tekjuskatti kaup á skráðum hlutabréfum og hlutdeildarskírteinum verðbréfa- og hlutabréfasjóðs sem skráðir eru á skipulegan verðbréfamarkað eða fjárfesta eingöngu í skráðum hlutabréfum. Nái frumvarpið fram að ganga mun íslenskur hlutabréfamarkaður eflast, fjölbreyttari sjónarmið koma fram við fjárfestingar og valkostum fólks til að ávaxta fé sitt fjölgar.“
Það var og. Þingmennirnir vilja sparifé almennings í enn frekari mæli í áhætturekstur.
„Þetta er að mínu mati hluti af nauðsynlegri viðleitni til að dýpka markaðinn – gera hann virkari og verðmyndun þar eðlilegri. Það er enda ein af grunnstefnum Sjálfstæðisflokksins að fólk sé fjárhagslega sjálfstætt og þátttaka í atvinnulífinu sé sem mest. Við viljum samþætta betur hagsmuni bæði fyrirtækjanna og fólksins en um leið auka skilning á frjálsu viðskiptalífi. Oft var þörf en nú er nauðsyn.“
Hvað segir aftur í laginu góða: „Haltu kjafti“.