- Advertisement -

Davíð gefur ekki mikið fyrir blóð, svita og tár Bjarna Ben. Ekki heldur fyrir VG


Bjarni Benediktsson hefur sagt að það hafi kostað sig blóð, svita og tár að komast í núverandi ríkisstjórn. Forvera hans á formannsstóli, Davíð Oddssyni, þykir ekki mikið til koma. Hjá Davíð fær Bjarni ekki háa einkunn:

„Und­an­láts­semi við helm­ingi minni þing­flokk stjórn­arsinna, sem hafði fengið í for­gjöf stól for­sæt­is­ráðherra og for­seta þings­ins, án þess að það væri vegið upp með mál­um sem væru í sjá­an­leg­um efn­um í anda stærri flokks­ins,,“ segir í Reykjavíkurbréfi morgundagsins.

Davíð skýrir mál sitt betur:

„Frétta­menn velta sér gjarn­an upp úr því, hve mik­il fórn felist í því af hálfu VG að fara í rík­is­stjórn með Sjálf­stæðis­flokkn­um, eins og hann tæki helst til holds­veikra manna. Undirliggjandi virðist að sá flokk­ur hljóti að vera ei­líf­lega þakk­lát­ur fyr­ir að hafa fengið að lúta leiðsögn helm­ingi minni stjórn­ar­flokks (níu þing­menn) í rík­is­stjórn, eins og það séu aðrir eðlis­kost­ir Vinstri-grænna sem geri það að þakk­ar­efni að Sjálf­stæðis­menn megi kyssa skóna þar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

…sátu þó áfram í þing­flokkn­um og ræddu þar mál­efni rík­is­stjórn­ar­inn­ar…

Þeir eru ekki sama sinnis formennirnir tveir, Davíð og Bjarni. Bjarni kostaði til blóð, svita og tárum og fékk að launum fjármálin, dómsmálin og sjávarútveginn. Alla helstu hagsmunina. Að auka ferðamálin og utanríkismálin sem eru veigaminnst.

Davíð er ekki hættur. Hann greinir Vinstrigræn:

„Í vik­unni fækkaði um enn einn í flokki Vinstri-grænna. Þá var fækk­un­in í þing­flokkn­um orðin tæp 20%.

Á það hef­ur verið bent að þessi fækk­un í þing­flokki Vinstri-grænna myndi ekki hafa nein áhrif á stuðning rík­is­stjórn­ar­inn­ar á þingi, því að vitað var að tveir þing­menn af 11 styddu ekki rík­is­stjórn­ina. En þeir sátu þó áfram í þing­flokkn­um og ræddu þar mál­efni rík­is­stjórn­ar­inn­ar þegar þau voru í far­vatn­inu, sem er al­gjör ný­lunda. Þess var jafn­an gætt áður að þing­menn sem ekki styddu rík­is­stjórn hyrfu út af þing­flokks­fund­um þegar mál henn­ar voru þar til umræðu. Frá fyrstu dög­um nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar hafa iðulega borist af því fregn­ir að „órói sé kom­inn upp hjá þing­flokki VG“ og voru þá oft­ar en ekki þeir þing­menn nefnd­ir sem ekki voru í stuðningsliði rík­is­stjórn­ar­inn­ar! Og enn skrítn­ara var að sam­starfs­flokk­ar for­sæt­is­ráðherr­ans töldu oft að óhjá­kvæmi­legt væri að koma til móts við þenn­an „óró­leika“ stjórn­ar­and­stæðinga í þeim flokki! Aldrei bár­ust frétt­ir um að sam­bæri­leg „óró­leika­merki“ væru í hinum 17 manna þing­flokki Sjálf­stæðismanna sem taka yrði sér­stakt til­lit til.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: