Ég vona að Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda hafi ekki verið misnotaður.
Ragnar Önundarson skrifar:
Ríkið veitti Icelandair fyrirheit um 16,5 milljarða kr. ábyrgð að uppfylltum skilyrðum um 23 milljarða hlutafjáraukningu. Tveir ríkisbankar sölutryggja 6 milljarða, að uppfylltum skilyrðum um að aðrir komi með það sem upp á vantar, 17 milljarða. Lífeyrissj. starfsmanna ríkisins kaupir að sögn fyrir 2 milljarða, þar af. Hafa má í huga að ríkið tryggir sjóðfélögum LSR óskertan lífeyri, svo hér er um að ræða enn eina ríkisábyrgðina, í raun. Áhættan er ríkissjóðs. Ég vona að Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, sem stjórnað er af embættismönnum fjármálaráðuneytisins, hafi ekki verið misnotaður, en þeir verða að gera eins og þeim er sagt.
Skv. frétt Rúv tóku stærstu sjóðir hins almenna vinnumarkaðar þátt.
Lífeyrissparnaður landsmanna á ekki að vera nein „gólftuska“ sem hagsmunaaðilar geta gripið til, ef eitthvað „sullast niður“.