- Advertisement -

Logi vill vera formaður áfram

Heiða Björg Hilmisdóttir og Helga Vala Helgadóttir munu bítast um varaformannssætið í Samfylkingunni.

„Ég gef kost á mér til að leiða Samfylkinguna áfram,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar Miðjan hafði samband við hann.

Aðspurður um komandi keppni um varaformannssætið sagði Logi: „Það er rétt að nú er ljóst að tekist verður á um stöðu varaformanns og Samfylkingin er heppin að báðar þessar hæfileikakonur gefi kost á sér í forystusveitina. Ég hef unnið mjög vel með þeim báðum síðustu ár og hef sannarlega notið góðs af því sjálfur,“ sagði Logi.

En gefur hann upp hvora hann styður, Heiðu Björgu Hilmisdóttur, sitjandi varaformann, eða áskorandann, Helgu Völu Helgadóttur.

„Ég mun einnig þurfa að starfa mjög náið með þeim báðum á næstu árum, óháð hvernig þessi samkeppni fer, og mun því ekki gefa upp mína persónulegu afstöðu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: