- Advertisement -

Furðuframboð Viðreisnar

Davíð Oddsson var eitt sinn spurður hvort hann væri langrækinn. Hann sagði svo ekki vera, en bætti við: Ég er minnugur.

Davíð man og hefur sýnilega ekki gleymt brotthlaupi Viðreisnar úr Sjálfstæðisflokki. Staksteinar dagsins eru þessir:

„Bene­dikt Jó­hann­es­son, stofn­andi og fyrr­ver­andi formaður Viðreisn­ar, upp­lýsti í gær að hann hygðist sækj­ast eft­ir odd­vita­sæti á fram­boðslista flokks­ins á suðvest­ur­horn­inu, eins og hann orðaði það. Viðskipta­blaðið upp­lýsti í gær að það hefði heim­ild­ir fyr­ir því að Bene­dikt gæti í fram­boði sínu rek­ist á Daða Má Kristó­fers­son hag­fræðipró­fess­or, því að sá hygðist einnig bjóða sig fram og að lík­ur stæðu til þess að þeir tveir ásamt Hönnu Katrínu Friðriks­son myndu bít­ast um odd­vita­sæt­in í Reykja­vík­ur­kjör­dæmun­um, en vegna fléttulista ætti hún annað odd­vita­sætið í Reykja­vík víst.

Í frétt Viðskipta­blaðsins var einnig sagt að sam­kvæmt heim­ild­um þess væri næsta víst að Bene­dikt hygðist ekki fara í fram­boð í Suðvesturkjördæmi, kjör­dæmi nú­ver­andi for­manns. Nú má vel vera að Bene­dikt leggi ekki í þann slag, en þó má ekki úti­loka eft­ir það hvernig for­manns­skipt­in urðu þegar Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir tók við af hon­um að hann teldi hana eiga inni hjá sér svo sem eins og eitt mót­fram­boð.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ann­ars verður að telja frétt­ir af fram­boðum í þess­um flokki frem­ur sér­kenni­leg­ar. Eini sjá­an­legi til­gang­ur flokks­ins og ástæða stofn­un­ar hans er áhugi þeirra sem að hon­um standa að Ísland gangi í ESB. Sú hug­mynd er svo slæm að jafn­vel þessi flokk­ur og and­legi syst­ur­flokk­ur­inn Sam­fylk­ing þegja ræki­lega um þenn­an ásetn­ing um þess­ar mund­ir. Það breyt­ir því ekki að vanga­velt­ur um þetta furðulega fram­boð eru jafn­an furðuleg­ar.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: