- Advertisement -

Vilja greiningarvinnu á offramboði skrifstofuhúsa í miðborg Reykjavíkur

Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir.
Þannig verði kannaðir möguleikar á breyttri notkun mannvirkjanna.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borgarráði vilja að borgarráð samþykki; „…að fela umhverfis- og skipulagssviði að ráðast í greiningarvinnu á fyrirsjáanlega auknu magni skrifstofuhúsnæðis í miðborginni næstu árin.“

Sjálfstæðisfólkið segir: „Hér mætti nefna þær þúsundir skrifstofufermetra sem standa munu auðar þegar Landsbankinn flytur starfsemi sína í nýjar höfuðstöðvar að Austurbakka. Í kjölfar greiningarvinnu verði sviðinu falið að útfæra tillögur að sveigjanlegum lausnum er varða nýtingarmöguleika þeirra eigna sem um ræðir. Þannig verði kannaðir möguleikar á breyttri notkun mannvirkjanna, t.d. hvernig þeim megi breyta í íbúðarhúsnæði, gististaði, veitingahús eða skólabyggingar, svo eitthvað sé nefnt. Tillögurnar verði unnar í samstarfi við hlutaðeigandi fasteignaeigendur með fulla nýtingu að markmiði og verði að endingu bornar undir borgarráð til samþykkis.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: