- Advertisement -

Ríkisstjórnin er afar heppin með stjórnarandstöðu

Ríkisstjórnin er með hringlandahætti að takmarka möguleika Icelandair.

„Ég hef að vísu gagnrýnt að núna, akkúrat þegar við erum væntanlega að fara að samþykkja ríkisábyrgð á láni eða lánalínu til Icelandair upp á 15 milljarða kr., þá er ríkisstjórnin með hringlandahætti að takmarka möguleika sama félags til að sigla í gegnum þennan storm. Það er sérstakt athugunarefni,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki í umræðu um fjáraukalög, eða réttara sagt ríkisábyrgð til handa Icelandair.

„Þetta er reyndar því miður ekki eina málið, herra forseti, sem ríkisstjórnin hefur komið fram með sem er óvisst, illa unnið, illa ígrundað og alltaf koma málin á síðustu stundu. En eins og herra forseti veit mætavel er ríkisstjórnin afar heppin með stjórnarandstöðu. Í landinu er stjórnarandstaða sem hefur sýnt mikla ábyrgð í gegnum allt ferlið og mun væntanlega halda því áfram. Menn hafa að mestu staðist þann freistnivanda að slá sig til riddara á kostnað núverandi stjórnvalda vegna ástandsins. Vonandi heldur það líka áfram.“

Þorsteinn tók fyrri dæmi um aðkomu ríkisvaldsins af atvinnuuppbyggingu. Og þá sneið á Steingrímur J. Sigfússon framar öllum öðrum:

Þú gætir haft áhuga á þessum
Iðjuverið á Bakkia við Húsavík.
Þingið var fyrir nokkrum árum alveg til í að setja á fjórða milljarð króna af ríkisfé, ekki í ábyrgð heldur beint úr ríkiskassanum, í að bora göng í gegnum Húsavíkurhöfða

„Ýmsir hafa komið hér fram og sagt að það sé ekki verjandi að ríkisvaldið ábyrgist lán til einkafyrirtækis á markaði. En þá verðum við að horfa á það, herra forseti, hvað við höfum gert undanfarin ár til þess að styðja við atvinnuuppbyggingu bæði á landsbyggðinni og annars staðar. Hvað hefur þingið sem slíkt gert? Ég hef eitt dæmi. Þingið var fyrir nokkrum árum alveg til í að setja á fjórða milljarð króna af ríkisfé, ekki í ábyrgð heldur beint úr ríkiskassanum, í að bora göng í gegnum Húsavíkurhöfða til þess að liðka fyrir efnisflutningum og afurðaflutningum fyrir það sem var kallað af þáverandi hæstvirtur forsætisráðherra meðalstóriðja sem rísa skyldi á Bakka. Fyrir utan þetta voru líka settir af ríkisfé nokkrir milljarðar í þjálfun starfsfólks og ýmislegt fleira. Nú ætla ég ekki að lasta það verulega, herra forseti, ég er bara að benda á að ríkisvaldið hefur á hverjum tíma líka veitt ívilnanir í tæknistörf og nýjungar, sem betur fer, til að stuðla að því að slík fyrirtæki, sprotafyrirtæki og önnur, geti vaxið og orðið burðug.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: