- Advertisement -

Óli Björn hnýtir í Kára

Jón Ívar Einarsson.
Skjáskot: Silfrið.

Kári Stefánsson gagnrýndi Jón Ívar Einarsson, prófessor í læknisfræði við Harvardháskólann, harkalega vegna skoðana Jóns Viðar á sóttvörnum. Nú hefur Óli Björn Kárason Sjálfstæðisflokki blandað sér í málið. Hann skrifar í Moggann.

„Ábend­ing­um og gagn­rýni virts ís­lensks pró­fess­ors við lækna­deild Harvard-há­skóla var mætt með hroka, yf­ir­læti og hrein­um dóna­skap. Spurn­ing­ar og ólík sjón­ar­mið eru eit­ur í bein­um hinna „rétt­látu“ sem hafa höndlað sann­leik­ann í eitt skipti fyr­ir öll. Þegar allt kapp er lagt á að þagga niður gagn­rýni eru spurn­ing­ar ekki aðeins óþarfar held­ur bein­lín­is hættu­leg­ar. Það er ekk­ert rúm fyr­ir efa­semd­ir og eng­in nauðsyn á því að leita nýrra leiða við úr­lausn verk­efna. Sam­keppni hug­mynda er ógn en ekki mik­il­væg leið til að virkja krafta manns­hug­ans.“

Óli Björn heldur áfram og nú eru það lögmennirnir sem fá sneið frá þingmanninum:

Þú gætir haft áhuga á þessum
Óli Björn:
Ég ótt­ast að há­skóla­sam­fé­lagið, sem á að vera griðastaður frjálsr­ar umræðu og ólíkra skoðana, sé hægt og bít­andi að breyt­ast í einskon­ar kirkju­deild póli­tísks rétt­trúnaðar.

„Al­var­leg­um efa­semd­um um hvort stjórn­völd hafi heim­ild að lög­um til að hefta at­hafna­frelsi og sam­fé­lags­legt sam­neyti til lengri tíma í nafni sótt­varna er mætt með tóm­læti af fræðaheimi lög­fræðinga. Engu er lík­ara en þeir sem ættu að leiða gagn­rýna umræðu um stjórn­skip­an lands­ins og laga­leg­ar for­send­ur fyr­ir ákvörðunum stjórn­valda á hverj­um tíma forðist að taka til máls.

Ég ótt­ast að há­skóla­sam­fé­lagið, sem á að vera griðastaður frjálsr­ar umræðu og ólíkra skoðana, sé hægt og bít­andi að breyt­ast í einskon­ar kirkju­deild póli­tísks rétt­trúnaðar. Ekki aðeins hér á landi held­ur ekki síður í öðrum lýðræðislönd­um. Í banda­rísk­um há­skól­um eru fræðimenn flæmd­ir úr starfi og komið er í veg fyr­ir að gesta­fyr­ir­les­ar­ar með skoðanir sem ekki eru þókn­an­leg­ar geti tekið til máls. Verið er að hneppa há­skóla í spennitreyju rétt­hugs­un­ar. Frjó hugs­un og frjáls vís­inda­starf­semi eru fórn­ar­lömb­in. Sam­fé­lagið allt ber skaðann.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: