- Advertisement -

Sönn íslensk sakamál: Tekinn 26 sinnum próflaus eða drukkinn

Hald var lagt á bifreið hæstaréttarlögmanns í Reykjavík.  Á árunum 1986 til 1988 var maðurinn kærður alls tuttugu og sex sinnum fyrirað aka próflaus og eða drukkinn. Maðurinn hefur auk þess játað að hafa ekið nær daglega, mánuðum saman, þrátt fyrir að hafa verið sviptur ökuieyfi.

í Sakadómi Reykjavíkur er faliinn dómur yfir manninum fyrir átta brot. Hann var sakfelldur þar og áfrýjaði dóminum til Hæstaréttar. Þrjár ákærur til viðbótar eru til meðferðar hjá Sakadómi. Lögreglan lagði hald á bifreið mannsins, að kröfu rikissaksóknara, á Þorláksmessu 1988. Maðurinn óskaði úrskurðar Sakadóms Reykjavíkur á réttmæti þeirra aðgerðar.

Sakadomur staðfesti réttmæti þess að hald var lagtá bifreiðina. Maðurinn kærði næst til Hæstaréttar. Úrskuröur Hæstaréttar féll á sama veg. Framundan er dómsmeðferð refsiþátta málsins. í ákæru frá 16. janúar síðastliðnum er bess krafist að bifreið mannsins verði gerð upptæk. Lögmaðurinn kraföist einnig að hann fengi ðkuréttindi þar til hæstaréttardómur fellur í refsimálunum. Hæstiréttur vísaði þeirri kröfu frá.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: