- Advertisement -

Af hverju má ríkið ekki eign­ast hlut í flug­fé­lagi?

„Og þegar þing­menn og ráð­herrar tala snúð­ugt á móti um að þá sé bara lausnin að eign­ast rík­is­flug­fé­lag, eins og það væri það versta sem myndi ger­ast, þá spyr ég á móti, er það ekki bara í lagi? Er það ekki einmitt nauð­syn­legt að íslenska ríkið eign­ist vænan hlut í flug­fé­lagi? Líkt og finnska ríkið á 55,8% hlut í Finnair sem er eitt verð­mætasta flug­fé­lag í Evr­ópu eða flug­fé­lag Nýja Sjá­lands hvers 52% hlutur er í eigu nýsjá­lenska rík­is­ins, eða tíma­bund­inn hlutur franskra, hol­lenskra og þýskra stjórn­valda í þar­lendum flug­fé­lög­um?“

Þetta er hluti af fínni grein sem Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, skrifar í Kjarnann.

„Jafn­vel tíma­bund­inn hlutur íslenska rík­is­ins í flug­fé­lagi sem glímir við gríð­ar­lega erf­iðar aðstæð­ur, sem íslenska ríkið gæti svo selt þegar fyr­ir­tækið rís von­andi aftur á fætur er bara alls ekki slæm hug­mynd. Þvert á móti. Hvað þá fyrir ríki sem er á eyju í Atl­ants­hafi sem reiðir sig gríð­ar­lega mikið á flug­sam­göngur í sam­skiptum okkar við umheim­inn,“ segir Rósa Björk.

„Og einmitt í ljósi þess hversu þjóð­hags­lega mik­il­vægt flug­fé­lagið er vegna land­fræði­legrar legu Íslands, er sú póli­tíska hræðsla um að ríkið eigi hlut í þjóð­hags­lega mik­il­vægu fyr­ir­tæki gagnrýnisverð að mínu mati.“

Í greininni fjallar Rósa Björk um óvissþættina:

„Það þarf líka að vanda vel til verka í með­ferð máls­ins á Alþingi, því það eru óvissu­þættir sem þingið þarf að fjalla fag­lega um og fá svör við eins og:

  • Hver sé geng­is­á­hætta rík­is­á­byrgð­ar­innar þegar upp­hæðin sem þingið á að ábyrgj­ast er í erlendri mynt en ekki íslenskum krón­um. Ætlar íslenska ríkið að sitja uppi með áhætt­una af sveiflum krón­unnar á þeim tíma sem ábyrgðin stendur eða ætlar það að festa ábyrgð sína í ákveð­inni tölu í íslenskum krón­um?
  • Af hverju rík­is­á­byrgð sé á lána­línu fyrir alla sam­stæðu Icelandair Group hf. en ekki bara til flug­fé­lags­ins? Það þarf að skýra hvernig það sam­ræm­ist eðli­legum sam­keppn­is­sjón­ar­miðum gagn­vart öðrum hót­el­keðjum eða ferða­skrif­stof­um.
  • Í þriðja lagi eru það trygg­ing­arnar fyrir end­ur­heimt­ingu á rík­is­á­byrgð­inni, sem eru veðin í vöru­merkjum félags­ins og dótt­ur­fé­lags­ins, vefslóð þess­ara félaga og lend­ing­ar­heim­ildir á tvö áfanga­staði. Hvort þetta sé að verð­mæti 15 millj­arða leikur mik­ill efi á, og bendir til að mynda Rík­is­end­ur­skoðun í umsögn sinni um málið á þetta vafa­at­rið­i.
  • Í fjórða lagi þarf að vera ljóst – eins og hægt er – hvað ger­ist ef hluta­fjár­út­boðið í sept­em­ber heppn­ast ekki. Hvað ef bara hluti af tak­mark­inu.“

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: